Lengsta þingræðan tvítug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2018 06:00 Salur þingsins var nær tómur allan þann tíma sem ræða Jóhönnu stóð yfir. Sérstöku borði var komið fyrir við hlið ræðupúltsins til að gera flutningsmanni ræðunnar dvölina sem besta. Tvisvar var gert hlé á ræðunni á meðan hún var flutt. Vísir/pjetur Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Á þessum degi fyrir tuttugu árum lauk lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi. Flutningsmaður hennar var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingmaður þingflokks jafnaðarmanna. „Forseti vill geta þess, vegna sérstakra óska háttvirts þingmanns, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að gera henni vistina í ræðustólnum sem besta,“ sagði Sturla Böðvarsson, þá 2. varaforseti Alþingis, við upphaf ræðu Jóhönnu. Þingmaðurinn þakkaði hugulsemina enda átti hún eftir að „dvelja [í ræðustól í] þó nokkurn tíma“. Ræðan hófst klukkan 12.27 þann 14. maí 1998 en henni lauk ekki fyrr en klukkan 00.37 þann 15. maí. Þá hafði tvisvar verið gert hlé á þingfundi, annars vegar í hálftíma til hádegisverðar og hins vegar í níutíu mínútur til að snæða kvöldverð. Upp úr klukkan sjö síðdegis spurði Guðmundur Árni Stefánsson, 4. varaforseti þingsins, hvort í lok ræðunnar stefndi. Þá hafði Jóhanna talað í fimm og hálfa klukkustund samfleytt og var það lengsta samfellda ræða þingsögunnar. „Ég hef hvergi nærri lokið máli mínu, en ég læt forseta auðvitað um að ákveða hvort ég haldi hér áfram eða byrji að loknu matarhléi,“ svaraði Jóhanna að bragði. Umrædd ræða Jóhönnu fór fram í annarri umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar sem þá var félagsmálaráðherra. Taldi Jóhanna að með frumvarpinu væri stefnt að því að eyðileggja félagslega húsnæðiskerfið sem hafði verið við lýði í hátt í sjötíu ár. Að auki væri það gert einhliða af stjórninni án samráðs við hagsmunaaðila. „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi,“ sagði hún meðal annars í upphafi ræðu sinnar. Á þeim tíma sem ræða Jóhönnu var flutt gilti sú regla að við aðra umræðu þingmála máttu þingmenn tala tvisvar eins lengi og þeim þótti þurfa. Árið 2007 var þingsköpum breytt þannig að í annarri umferð máttu þingmenn tala eins oft og þeir töldu þörf á en ræðutími hverrar ræðu styttur. Það er því ljóst að met Jóhönnu mun standa óhaggað nema þingsköpum verði breytt til fyrra horfs. Þann 1. maí síðastliðinn héldu Ungir jafnaðarmenn upp á tvítugsafmæli ræðunnar með því að endurflytja hana í heild sinni í miðbæ Reykjavíkur.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira