Biskup fór ekki að lögum við skipun Páls í embætti héraðsprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 19:25 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45
Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00
Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00