Erlent

Bandarísk yfirvöld rannsaka Cambridge Analytica

Kjartan Kjartansson skrifar
Cambridge Analytica er sagt hafa notfært sér persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook án leyfis.
Cambridge Analytica er sagt hafa notfært sér persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda Facebook án leyfis. Vísir/AFP
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og alríkislögreglan FBI hafa sóst eftir viðtölum við fyrrverandi starfsmenn og banka breska ráðgjafarfyrirtækisins Cambridge Analytica í tengslum við rannsókn þeirra á því. Cambridge Analytica vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump forseta árið 2016.

New York Times segir að svo virðist sem að rannsóknin sé á frumstigi. Fregnir bárust af því í mars að Cambridge Analytica hefði nýtt sér illa fengnar persónuupplýsingar um milljónir Facebook-notenda til að geta sérsniðið áróður að kjósendum. Þá stærðu stjórnendur fyrirtækisins af því að hafa beitti bellibrögðum til að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa.

Rannsakendurnir eru einnig sagðir hafa haft samband við Facebook. Rannsóknin virðist beinast að viðskiptum fyrirtækisins og hvernig það notaði persónuupplýsingar af Facebook.

Ekki er ljóst hvort að rannsóknin tengist þeirri sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa rætt við að minnsta kosti tvo stjórnendur Cambridge Analytica í desember.

Cambridge Analytica lýsti sig gjaldþrota í síðasta mánuði og sögðu stjórnendur fyrirtækisins að því yrði lokað. Fyrirtækið hefur neitað því að hafa notað Facebook-persónuupplýsingar í kosningabaráttunni vestanhafs árið 2016.


Tengdar fréttir

Cambridge Analytica hættir starfsemi

Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×