Hugmyndir um úrbætur í samgöngumálum Reykjavíkur Ólafur Kristófersson skrifar 16. maí 2018 18:05 Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar