Að komast heim Jón Sigurðsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun