Ef tvær síðustu kannannir Viðskiptablaðsins eru bornar saman má sjá að Sjálfstæðsisflokkurinn dalar umtalsvert. Hann mældist með 29,9% og 8 borgarfulltrúa í síðustu könnun, jafn mikið og Samfylkingin.
Fjórir flokkar til viðbótar ná inn einum manni samkvæmt þessari nýjustu könnun Viðskiptablaðsins: VG fær 6,7%, Viðreisn með 6,6%, Miðflokkurinn með 4,2% og Sósíalistaflokkurinn með 3,8%. Alls myndu því 7 flokkar nái inn frambjóðanda í borgarstjórn.
Framsókn kemur þar á eftir með 3,3% atkvæða og engan borgarfulltrúa. Flokkur fólksins hlaut 2,9% fylgi, Kvennahreyfingin 2%, Borgin okkar – Reykjavík 1,4%, Karlalistinn 1,1%, Höfuðborgarlistinn 0,5%, Íslenska Þjóðfylkingin og Alþýðufylkingin 0,01% hvor og Frelsisflokkurinn 0% fylgi.
Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins að svarendur hafi því nefnt níu framboð sem ekki náðu inn manni samkvæmt könnuninni. Það hafi orðið til þess að um 11,2% atkvæða könnunarinnar hafi fallið niður dauð.