Sport

Fimleikasambandið fagnaði afmælinu með heimsmeti

Einar Sigurvinsson skrifar
Aldrei hafa fleiri staðið í handstöðu á sama tíma, á sama stað.
Aldrei hafa fleiri staðið í handstöðu á sama tíma, á sama stað. mynd/fimleikasamband.is
Íslenskt fimleikafólk setti heimsmet þegar 607 einstaklingar stóðu í handstöðu á sama tíma. Fimleikasamband Íslands hélt upp á 50 ára afmæli sitt í Laugardalshöllinni í gær.

Var ákveðið bjóða öllum fimleikafélögum landsins og öðrum áhugasömum um að koma í veisluna og reyna við heimsmetið.

„Þegar afmælið nálgaðist fengum við fréttir af skipulögðum rútuferðum og niðurfellingu æfinga og von Fimleikasambandsins um að markmiðið næðist jókst,“ segir í yfirlýsingu Fimleikasambandsins.

Fyrra metið var sett árið 2006 þegar 399 manns í Belgíu stóðu samtímis í handstöðu, en Heimsmetabók Guinness á enn eftir að staðfesta nýja metið. Verði það staðfest er ljóst að bæting fimleikasambandsins er töluverð, eða 52 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×