Handbolti

Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann.
Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann.
FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær.

Þeir eru báðir að elta boltann. Gísli nær boltanum á undan en Andri Heimir kastar sér í gólfið með olnbogann á undan sér með þeim afleiðingum að höfuð Gísla neglist í gólfið og öxlin á honum kremst þess utan undir.

Dómarar leiksins gáfu Andra Heimi aðeins tveggna mínútna brottvísun fyrir brotið sem FH-ingar kölluðu grófa líkamsárás í harðorðri yfirlýsingu í gær. FH ætlar að funda vegna málsins í dg.

FH-liðið gisti í Eyjum í gær en Gísla Þorgeiri var flogið upp á land og hann mun væntanlega hitta lækna nú í morgunsárið vegna sinna meiðsla.

ÍBV vann leik liðanna í gær og er yfir, 2-1, í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Fjórði leikur liðanna fer fram í Krikanum á morgun.


Tengdar fréttir

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×