Bandarískur þingmaður vildi skýra hækkun sjávarstöðu með berghruni Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:15 Hvítu klettarnir í Dover sem repúblikaninn taldi geta skýrt hvers vegna yfirborð sjávar hækkar nú hratt. Vísir/AFP Einn þingmanna Repúblikanaflokksins í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings varð að athlægi í fyrradag þegar hann beindi því til vísindamanns hvort að hækkun yfirborðs sjávar sem nú á sér stað væri vegna veðrunar og berghruns en ekki hnattrænnar hlýnunar. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,3 millímetra á ári að meðaltali á jörðinni og bætt hefur í hraða hækkunarinnar. Tveir þættir valda hækkunar sjávarstöðunnar. Annars vegar þenst sjórinn út þegar hann hitnar og hins vegar flæða milljarðar tonna af ís út í höfin á hverju ári vegna bráðnunar af völdum hlýnunarinnar. Á fundi þingnefndarinnar á miðvikudag þar sem fjalla átti um hvernig tækni gæti nýst til að aðlagast loftslagsbreytingum reyndi Mo Brooks, þingmaður repúblikana frá Alabama, að setja fram kenningar um að það væri í raun ekki hnattræn hlýnun sem ylli hækkun sjávarstöðu heldur berg og jarðvegur. Þannig vísaði hann til sets sem ár heimsins bæru með sér út í hafið. Setið legðist á hafsbotninn og hækkaði sjávarstöðuna. „Nú er minna pláss í þessum höfum vegna þess að botninn er að færast upp,“ sagði Brooks við Phil Duffy, vísindamann og forseta Woods Hole-rannsóknamiðstöðvarinnar, sem bar vitni fyrir nefndinni.Vitnaði til berghruns úr klettum Englands og Kaliforníu Brooks var ekki hættur heldur gaf í skyn að berghrun úr klettóttum ströndum léku lykilhlutverk í að hækka sjávarstöðuna. „Hvað með Hvítu klettana í Dover og Kaliforníu þar sem öldur skella á strandlengjunni og klettar hrapa í hafið oft og tíðum? Allt þetta ryður burt vatni sem lætur það hækka, ekki satt?“ spurði þingmaðurinn. „Ég er nokkuð viss um að á tímakvarða manna þá séu þetta hverfandi áhrif,“ var svar Duffy. Brooks hélt því einnig fram að íshvelið á Suðurskautslandinu væri að stækka þrátt fyrir að mælingar bandarískra vísindastofnana bendi til þess að hún hafi skroppið saman undanfarin ár. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafna almennt loftslagsvísindum. Þeir hafa nú meirihluta í báðum deildum þingsins og Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Hafa þeir unnið að því að afnema ýmsar loftslagsaðgerðir og reglur sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun frá því að Trump tók við völdum í fyrra. Lamar Smith, formaður vísinda-, geim- og tækninefndarinnar, lét meðal annars bóka á fundinum skoðanagrein sem birtist í Wall Street Journal í vikunni þar sem fullyrt var að yfirborð sjávar hækkaði ekki vegna loftslagsbreytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökunum. Höfundur greinarinnar tengist hugveitunni Heartland Institute sem hafnar loftslagsvísindum.Mo Brooks er lögfræðimenntaður en virðist engu að síður telja sig færari til að meta orsakir hækkandi sjávarstöðu en sérfræðingar á sviðinu.Vísir/AFPÞyrfti hnött um 13 kílómetra að þvermáliWashington Post hefur tekið saman hversu mikið af jarðvegi þyrfti að hrapa eða renna út í hafið til að hækka yfirborð sjávar jafnmikið og gerst hefur vegna hnattrænnar hlýnunar á einu ári. Rúmmál hans þyrfti að nema um 1,2 milljón milljónum rúmmetrum. Til þess þyrfti hnött sem væri tæplega þrettán kílómetrar að þvermáli. Það væri sambærilegt við það að fjarlægja efstu þrettán sentímetrana af yfirborði Bandaríkjanna allra og henda þeim út í hafið. Bandaríkin Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Einn þingmanna Repúblikanaflokksins í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings varð að athlægi í fyrradag þegar hann beindi því til vísindamanns hvort að hækkun yfirborðs sjávar sem nú á sér stað væri vegna veðrunar og berghruns en ekki hnattrænnar hlýnunar. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,3 millímetra á ári að meðaltali á jörðinni og bætt hefur í hraða hækkunarinnar. Tveir þættir valda hækkunar sjávarstöðunnar. Annars vegar þenst sjórinn út þegar hann hitnar og hins vegar flæða milljarðar tonna af ís út í höfin á hverju ári vegna bráðnunar af völdum hlýnunarinnar. Á fundi þingnefndarinnar á miðvikudag þar sem fjalla átti um hvernig tækni gæti nýst til að aðlagast loftslagsbreytingum reyndi Mo Brooks, þingmaður repúblikana frá Alabama, að setja fram kenningar um að það væri í raun ekki hnattræn hlýnun sem ylli hækkun sjávarstöðu heldur berg og jarðvegur. Þannig vísaði hann til sets sem ár heimsins bæru með sér út í hafið. Setið legðist á hafsbotninn og hækkaði sjávarstöðuna. „Nú er minna pláss í þessum höfum vegna þess að botninn er að færast upp,“ sagði Brooks við Phil Duffy, vísindamann og forseta Woods Hole-rannsóknamiðstöðvarinnar, sem bar vitni fyrir nefndinni.Vitnaði til berghruns úr klettum Englands og Kaliforníu Brooks var ekki hættur heldur gaf í skyn að berghrun úr klettóttum ströndum léku lykilhlutverk í að hækka sjávarstöðuna. „Hvað með Hvítu klettana í Dover og Kaliforníu þar sem öldur skella á strandlengjunni og klettar hrapa í hafið oft og tíðum? Allt þetta ryður burt vatni sem lætur það hækka, ekki satt?“ spurði þingmaðurinn. „Ég er nokkuð viss um að á tímakvarða manna þá séu þetta hverfandi áhrif,“ var svar Duffy. Brooks hélt því einnig fram að íshvelið á Suðurskautslandinu væri að stækka þrátt fyrir að mælingar bandarískra vísindastofnana bendi til þess að hún hafi skroppið saman undanfarin ár. Repúblikanar í Bandaríkjunum hafna almennt loftslagsvísindum. Þeir hafa nú meirihluta í báðum deildum þingsins og Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Hafa þeir unnið að því að afnema ýmsar loftslagsaðgerðir og reglur sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun frá því að Trump tók við völdum í fyrra. Lamar Smith, formaður vísinda-, geim- og tækninefndarinnar, lét meðal annars bóka á fundinum skoðanagrein sem birtist í Wall Street Journal í vikunni þar sem fullyrt var að yfirborð sjávar hækkaði ekki vegna loftslagsbreytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökunum. Höfundur greinarinnar tengist hugveitunni Heartland Institute sem hafnar loftslagsvísindum.Mo Brooks er lögfræðimenntaður en virðist engu að síður telja sig færari til að meta orsakir hækkandi sjávarstöðu en sérfræðingar á sviðinu.Vísir/AFPÞyrfti hnött um 13 kílómetra að þvermáliWashington Post hefur tekið saman hversu mikið af jarðvegi þyrfti að hrapa eða renna út í hafið til að hækka yfirborð sjávar jafnmikið og gerst hefur vegna hnattrænnar hlýnunar á einu ári. Rúmmál hans þyrfti að nema um 1,2 milljón milljónum rúmmetrum. Til þess þyrfti hnött sem væri tæplega þrettán kílómetrar að þvermáli. Það væri sambærilegt við það að fjarlægja efstu þrettán sentímetrana af yfirborði Bandaríkjanna allra og henda þeim út í hafið.
Bandaríkin Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Viðtal við fyrrverandi fjármálaráðherra braut gegn hlutleysisreglu breskra útvarpslaga. Ráðherrann fullyrti meðal annars ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðasta áratuginn. 9. apríl 2018 15:58
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02