Veðurspár breyst til hins verra fyrir hvítasunnuhelgina Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2018 13:26 Vindhraði gæti farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám. Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu seinni partinn í dag og á morgun og hafa spár veðurstofunnar breyst til hins verra. Lægð er komin upp að landinu með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrirpart dags. Gul veðurviðvörun er á nær öllu landinu sem stendur til miðnættis annað kvöld. Elín Björg Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands segir veðurspána ganga eftir í öllum meginatriðum og gott betur. „Já, það er ekki annað að sjá en að hún sé að ganga eftir það sem af er morgni en vissulega er versta veðrið ekki fyrr en núna eftir hádegi og síðan í raun og veru á morgun. Spáin frá því í gær hefur breyst svolítið og lægðin komin nær landi þannig að veðrið í nótt og á morgun er verra en við spáðum til dæmis í gær.“Slydduél og snjókoma í nótt og á morgun Lægðin mun ganga yfir nær allt landið að undanskildu Austurlandi og Austfjörðum. Hvessa mun mjög af suðri á morgun. „Það er alveg viðbúið að í nótt og á morgun verði slydduél og jafnvel snjókoma á fjallvegum þannig að þeir sem eru á sumardekkjum þeir þurfa að fara varlega af stað. Þetta er ekkert ferðaveður fyrir aftanívagna eða bíla sem taka á sig mikinn mynd. Svo er þetta ekki gott útivistarveður, veður til að vera uppi á jöklum eða slíkt.“Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.vísir/sigtryggur ari Elín segir að á höfuðborgarsvæðinu verði blautt. „Það verður náttúrulega rigning hérna vestan til svo folk getur að sjálfsögðu verið úti við og haldið sínum plönum en að sjálfsögðu á að klæða sig eftir veðri og það þarf að tjóðra trampólín og taka inn plasthúsgögnin.” Þá segir Elín óvenju mikla rigningu fylgja lægðinni. „Já þetta er svolítið mikið vatnsveður og þetta er mjög djúp lægð miðað við árstíma, þannig að þetta er meira eins og haustlægð.” Vindhraði yfir 20 m/s síðdegis Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag mun hvessa af suðaustri með rigningu sunnan- og vestantil, en lengst af verður þó þurrt norðan- og austanlands. Þá gæti vindhraði farið yfir 20 m/s um tíma suðvestanlands síðdegis. Eins gera spár ráð fyrir að vindur snúist til suðvestanáttar í kvöld, einna hvassast verður suðvestantil en á morgun verður hvassast Norðanlands. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði fari vel yfir 20 m/s, staðbundið. Skúrir eða slydduél verða um landið sunnan- og vestanvert en draga mun úr vindi annað kvöld. Þá þarf ekki mikið til þess að versta veðrið færist yfir á aðra landshluta en gert er ráð fyrir núna. Fólk er því hvatt til að fylgjast vel með spám.
Veður Tengdar fréttir Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58 Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Gerist í maí mánuði sem er venjulega sá þurrasti og bjartasti á meðalári. 18. maí 2018 10:58
Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu. 18. maí 2018 06:00