Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:45 Þessi mynd er tekin síðastliðinn vetur þegar veðrið var ekkert sérstaklega gott við tjörnina í Reykjavík. vísir/vilhelm Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“ Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“
Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24