Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 13:45 Þessi mynd er tekin síðastliðinn vetur þegar veðrið var ekkert sérstaklega gott við tjörnina í Reykjavík. vísir/vilhelm Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“ Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. Síðast snjóaði með þessum hætti í maí á suðvesturhorninu fyrir sjö árum. Einhverjir ráku líklega upp stór augu í morgun þegar snjór tók að falla á fyrsta degi maímánaðar. Á vestanverðu landinu var nokkur éljagangur í morgun en Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að snjórinn sem settist muni víðast bráðna í sólskininu í dag. Vorið virðist þó ekki á allra næsta leyti. „Horfurnar fram eftir vikunni eru þær að þessi vestanátt haldi bara áfram og verði alls ekki hlýrri heldur en hún er núna og jafnvel kaldari. Þannig að það eru töluverðar líkur á því að menn muni vakna upp einhvern daganna í vikunni við alhvíta jörð,“ segir Haraldur. Snjókoman sem er væntanleg á Vestur- og Suðvesturlandi telst nokkuð sjaldgæf í maí en slíkt er algengara fyrir norðan. „Það snjóar nægilega mikið til að það sé hægt að mæla snjódýpt á nokkurra ára fresti í Reykjavík í maí. Síðast kom töluverður snjór 2011, 1. maí, þá voru sextán sentimetrar sem er náttúrulega töluvert mikið.“ Vorblíðan virðist ekki vera í kortunum. „Það lítur út fyrir að þetta endist fram á sunnudag þetta kuldakast. Svo sér maður bara ekki með neitt skýrum hætti lengra fram í tímann.“ Haraldur segir kalda loftið yfir landinu komið frá Grænlandi og Kanada þar sem mikill hafís er um þessar mundir og sjórinn kaldur. „Þannig að þó að sólin sé orðin mjög sterk þá dugir það ekki alveg. Það tekur langan tíma að hita sjóinn og bræða ísinn.“
Veður Tengdar fréttir Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Skúrir og slydduél í kortunum Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. 1. maí 2018 09:24