Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 07:40 Sitji saksóknarar og lögmenn Trump við sinn keip gæti spurningin um hvort að hægt sé að stefna forsetanum náð alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37