Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 11:27 Helga María er ein efnilegasta skíðakona landsins vísir Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál. Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira