Vinstri græn vilja tryggja öllum leikskólapláss og grípa til róttækra aðgerða gegn mengun Sylvía Hall skrifar 2. maí 2018 19:12 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, kynnti stefnumál flokksins í dag. Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“ Kosningar 2018 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“
Kosningar 2018 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu