Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:00 Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi. Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi.
Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira