Tveggja manna leitað vegna bensínsprengju í Súðavogi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:00 Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi. Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti sunnudagsins síðasta. Þegar lögregla kom á vettvang voru íbúar búnir að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Fyrir liggur að bensínsprengju hafði verið varpað inn um glugga íbúðarinnar sem er á annarri hæð eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.Tókst að ráða niðurlögum eldsins Í íbúðinni búa hjón af erlendu bergi brotin og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins. Svo vel vildi til að slökkvitæki var við þar sem bensínsprengjan kom niður. Ódæðismennirnir komust undan en þeirra er nú leitað að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sem fer með rannsókn málsins. Hann segir að lögreglan hafi tvo menn grunaða en þeir hafa ekki komið í leitirnar enn sem komið er. Margeir vildi ekki staðfesta heimildir Vísis þess efnis að málið tengist einhvers konar átökum í undirheimunum. Hann segir að sem betur fer sé ekki algengt á Íslandi að mólótoffkokteilum sé varpað inn um glugga á Íslandi. „Við vitum að tveir menn voru að verki sem við erum að leita að. Við erum með aðila grunaða og erum að vinna í því.“Grjótið sem notað var til að kasta í rúðuna og brjóta hana.VísirÍbúðir í iðnaðarhúsnæði Aðspurður um hvort einhverjar ástæður fyrir þessum gerningi liggi fyrir segir Margeir að ekkert liggi fyrir í þeim efnum. „Það má ímynda sér ýmislegt en ekkert sem liggur fyrir. Og ótímabært að tjá sig um það hver ástæðan er. Það er eitthvað sem kemur í ljós á síðari stigum. Húsið er í iðnaðarhverfi og Margeir segist ekki geta tjáð sig um hvort íbúðir sem í húsinu eru, sem eru nokkrar, séu samþykktar. „Nú get ég ekki sagt til um það en þetta er eins og við erum að sjá í öllum hverfum og öllum hornum, það er búið í öllum skúmaskotum sem nöfnum tjáir að nefna. Ég get ekki sagt til um það. Þetta er iðnaðarhverfi og þar er ekki mikið um samþykktar íbúðir.“Glugginn sem bensínsprengjunni var kastað inn um eftir að hann hafði verið brotinn með grjótkasti.Vísir/VilhelmÖryggismyndavélar í stigagangi Blaðamaður Vísis ásamt ljósmyndara fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Búið er að setja spjald í rúðuna en að öðru leyti er ekki búið að ganga frá, til að mynda fjarlægja glerbrot sem liggja fyrir framan húsið. Þarna er ekki mjög snyrtilegt, enda iðnaðarhverfi sem áður segir. Blaðamaður fór inn í stigagang sem þar er, rökkvaðan og ekki er gott að átta sig á því hversu margar íbúðir eru við þann stigagang. Sennilega þrjár á efri hæð og tvær á neðri. Tíðindamenn Vísis knúðu dyra en enginn var til svara. Búið var að koma fyrir öryggismyndavélum í stigaganginum og það var sem einhver væri heima en enginn gaf sig fram.Best að lögreglan veiti upplýsingar Í næsta húsi er blikksmiðja og tveir starfsmenn þar vildu ekkert tjá sig um málið. Sögðust ekki þekkja það en það væri ekki svo að ófriður hefði ríkt á þessum stað. En, best væri að lögregla veitti upplýsingar um málið. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á förum kom út úr húsinu ungur pólskur maður, úr íbúð sem var á neðri hæð hússins, sem sagðist því miður hvorki tala ensku né íslensku, þannig að ekki var um það að ræða að hann gæti tjáð sig um umrætt atvik eða hvernig það væri að fá á sig bensínsprengju um miðja nótt.Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á vettvang á mánudag og þá náðust þessar myndir sem sýna vegsummerki eftir hina dularfulla árás, meðfylgjandi.
Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent