Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Kristinn Páll skrifar 5. maí 2018 09:00 Lið ársins í Dominos-deild kvenna. vísir/vilhelm Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira