Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 13:54 „Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
„Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06
Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00