Steinunn Ýr Einarsdóttir er í öðru sæti, Nazanin Askari í því þriðja og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir í því fjórða.
„Undangengnar alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningarnar nú bera þess hins vegar vitni að þau stjórnmálaöfl sem fyrir eru ætla sér ekki að setja þessi mál í forgang, jafnvel ekki þeir flokkar sem hvað helst hafa talað máli kvenréttinda á undanförnum árum. Það er því aðeins eitt í stöðunni - að gera það sjálfar. Það er okkar mat að þolendur hafa beðið nógu lengi. Nú er tími aðgerða og þess vegna erum við hér, Kvennahreyfingin,“ segir í tilkynningu frá flokknum.
Listi Kvennaframboðsins er eftirfarandi:
- Ólöf Magnúsdóttir þjóðfræðingur, nýskapari og leiðsögukona
- Steinunn Ýr Einarsdóttir kennari
- Nazanin Askari túlkur
- Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari
- Steinunn Ólína Hafliðadóttir háskólanemi
- Svala Hjörleifsdóttir grafískur hönnuður
- Þóra Kristín Þórsdóttir aðferðafræðingur
- Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir sérfræðingur
- Andrea Eyland höfundur
- Eva Huld Ívarsdóttir meistaranemi í lögfræði
- Aðalheiður Ármann háskólanemi
- Bylgja Babýlons grínisti
- Anna Kristín Gísladóttir frístundaleiðbeinandi
- Hera Eiríksdóttir Hansen ráðstefnustjóri
- Pálmey Helgadóttir kvikmyndagerðakona
- Sunnefa Lindudóttir hjúkrunarfræðingur
- Guðfinna Magnea Clausen sjúkraliði
- Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari
- Sigrún H. Gunnarsdóttir ljósmóðir
- Erna Guðrún Fritzdóttir dansari
- Þórunn Ólafsdóttir verkefnastjóri og stofnandi Akkeris
- Edda Björgvinsdóttir leikkona
- Inga María Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri
- Nichole Leigh Mosty verkefnastjóri
- Hekla Geirdal barþjónn