Stungu af frá ógreiddum reikningi á veitingastað og skildu eftir meint fíkniefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. maí 2018 14:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Hún þurfti margsinnis að stöðva ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun. Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einkenndust af ölvun og líkamsárásum. Margir ökumenn voru líka stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður maður sofnaði með andlitið ofan á pizzu, karlmaður kastaði stein í gegnum rúðu og einn ökumaður neitaði að gefa upp hver hann væri. Klukkan 19:24 í gærkvöldi var tilkynnt um tilraun til innbrots inn í heimahús í hverfi 104 en skemmdir voru unnar á tveimur gluggum hússins. Einnig bárust tilkynningar um innbrot á leikskóla í hverfi 111. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað á hóteli í Mosfellsbæ en skömmu síðar voru karlmaður og kvenmaður handtekin vegna gruns um aðild að því máli. Voru þau bæði í annarlegu ástandi og því vistuð í fangaklefa vegna málsins. Rétt fyrir níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem væri að henda til glösum og með ógnandi framkomu í garð gesta á bar í miðborginni. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til að áfengisvíman rynni af honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Klukkutíma síðar voru tveir karlmenn handteknir í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem þeir stungu frá ógreiddum reikningi á veitingastað verslunarmiðstöðinni auk þess sem þeir skildu eftir meint fíkniefni. Reyndu þeir að stinga lögreglu af á hlaupum en voru handteknir fljótlega. Voru þeir í talsvert annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangageymslu þangað til að víman rynni af þeim.Sofnaði með andlitið á pizzunni Klukkan 01:19 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála á milli tveggja karlmanna inni á veitingastað í Hafnarfirði. Hlaut annar karlmaðurinn skurð á augabrún og var fluttur á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Tíu mínútum síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karlmanns sem var til vandræða inn í afgreiðslu hótels í hverfi 105. Skömmu áður en lögreglan kom á vettvang var tilkynnt að karlmaðurinn hefði tekið ófrjálsri hendi vínflösku sem var á bar hótelsins og gengið með hana út. Karlmaðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var í talsvert annarlegu ástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu. Var hann vistaður í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem var í annarlegu ástandi sökum ölvunar inni á skyndibitastað í hverfi 108. Þegar lögreglan kom á vettvang var karlmaðurinn sofandi með andlitið ofan á pizzu sem hann hafði pantað sér. Karlmaðurinn var vakinn og var gert að halda sína leið enda ekki frekari kröfur á hendur honum. Snemma í morgun kom svo tilkynning vegna tveggja karlmanna sem svæfu ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðborginni. Voru þeir vaktir og fengu að halda sína leið enda engar frekari kröfur á hendur þeim.Veitti mótspyrnu við handtöku Um klukkan hálf fjögur var tilkynnt um karlmann sem hafi kastað stól í rúðu á veitingastað í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við gerandann. Var hann frjáls ferða sinna eftir skýrslutöku á vettvangi. Á sjöunda tímanum í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar en þar hafði karlmaður veist að öðrum karlmanni með því að taka hann meðal annars kverkataki. Gerandinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi þegar lögreglan hugðist ræða við hann og var hann því handtekinn. Veitti hann mikla mótspyrnu við handtöku auk þess sem hann neitaði að gefa upp persónuupplýsingar um sig en hann var ekki með skilríki meðferðis. Var hann vistaðir í fangaklefa þangað til hægt væri að ræða við hann. Hann var ekki sá eini sem neitaði að gefa upp hver hann væri. Í Garðabæ hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur og að hafa meðferðis fölsuð skilríki. Hann var með tvenn skilríki með sitthvoru nafninu og ríkisfangi. Lá því ekki hver maðurinn væri í raun og var hann því vistaður í fangaklefa á meðan hægt væri að staðfesta hver hann væri í raun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Sumarhús brann til grunna við Elliðavatn Húsið er gjörónýtt en vel gekk að vernda gróðurinn. 6. maí 2018 07:50
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels