Sakaður um daglegt ofbeldi af öllum toga en segist stundum slá frá sér í svefni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 15:14 Konan lýsir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu mannsins í vel á annað ár.Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira