Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. Hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. Hann mælist vinsælli en ríkisstjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFP Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira