Erlent

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Samúel Karl Ólason skrifar
Þyrlur og flugvélar voru notaðar við leitina í gær en henni var frestað vegna veðurs. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þyrlur og flugvélar voru notaðar við leitina í gær en henni var frestað vegna veðurs. Myndin tengist fréttinni ekki beint. GettY/Toby Adamson

Umfangsmikilli leit að eins hreyflar flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Ekki er vitað hve margir voru um borð

Samkvæmt frétt Sermitsiaq hófst leitin um klukkan 16:30 að staðartíma (18:30 hér á Íslandi) og var notast við þyrlur og flugvélar en hin týnda flugvél er talin hafa mögulega brotlent á Sermitsiaq-eyju.Danska herskipið Knud Rasmussen hefur einnig komið að leitinni.

Samkvæmt Flightradar24 hvarf umrædd flugvél af ratsjám um klukkan 13:15 (að íslenskum tíma) í gær. Flugvélin sem um ræðir ku vera í einkaeigu og frá Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×