Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2025 10:32 Hadush Gerberslasie Kebatu (41), er hælisleitandi frá Eþíópíu en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot, meðal annars gegn táningsstúlku. Lögreglan í Essex Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Einn yfirmanna lögreglunnar í Lundúnum segir í yfirlýsingu að maðurinn verði færður aftur í hendur fangelsismálayfirvalda, sem slepptu honum lausum á föstudaginn. Hadush Gerberslasie Kebatu (41), hælisleitandi frá Eþíópíu, var dæmdur í síðasta mánuði í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots og áreiti í bænum Epping. Meðal annars reyndi hann að kyssa fjórtán ára stúlku og konu sem bauðst til að hjálpa honum við gerð ferilskrár. Brot hans leiddu til umfangsmikilla mótmæla yfir nokkurra vikna skeið í sumar. Til stóð að vísa honum úr landi á föstudaginn en fyrir mistök var honum einfaldlega sleppt lausum. Sjá einnig: Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Bílstjóri sem kallast Sim og var að flytja farm til fangelsisins í Chelmsford á föstudaginn sagði Sky News að hann hefði séð Kebatu eftir að honum var sleppt þaðan og hann hafi virst mjög ringlaður. Hann sagði Kebatu hafa spurt sig hvert hann ætti að fara og hvað væri að gerast og að Kebatu hafi beðið fyrir utan fangelsið í um níutíu mínútur og fjórum eða fimm sinnum reynt að fara aftur inn í fangelsið en honum hafi verið vísað á brott. Sim segir að Kebatu hafi vitað að til stæði að vísa honum úr landi en að starfsfólk fangelsisins hafi sagt honum að búið væri að sleppa honum og hann ætti að fara. Síðar þann dag sást hann í Chelmsford þar sem hann bað um aðstoð við að komast um borð í lest til Lundúna. David Lammy, dómsmálaráðherra, sagði í morgun að Kebatu yrði vísað úr landi og kannað verði hvað leiddi til þess að honum var sleppt. Kebatu has been arrested, is now in custody and will be deported.Thanks to the Met, Essex and British Transport Police for their swift and thorough work.I have already ordered the immediate strengthening of release checks and a full investigation into what went wrong.— David Lammy (@DavidLammy) October 26, 2025
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira