Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 11:55 Samkvæmt yfirlýsingu sem Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sendi fjölmiðlum er rangt sem fram hefur komið að hún hafi þegið launahækkun um 20 prósent og ekki stendur til að koma til móts við þjónustufulltrúa þá sem sagt hafa upp störfum. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hefur fyrir hönd tónlistarhússins sent frá sér yfirlýsingu. En, hún, ásamt stjórn Hörpu og starfsmönnum, hafa fundað vegna uppsagna 17 þjónustufulltrúa. Á yfirlýsingunni er helst að skilja að ekki verði komið til móts við þá þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum vegna kjaraskerðingar, en þeir hafa vísað til þess að óásættanlegt sé að taka á sig launalækkun vegna launahækkunar forstjórans.Því hafnað að laun Svahildar hafi hækkað eins og komið hefur fram í fjölmiðlum Í stjórn Hörpu sitja: Þórður Sverrisson stjórnarformaður, Arna Schram meðstjórnandi, Árni Geir Pálsson meðstjórnandi, Aðalheiður Magnúsdóttir meðstjórnandi og Vilhjálmur Egilsson meðstjórnandi. Samkvæmt yfirlýsingunni hefur stjórnin tekið sér stöðu með Svanhildi í deilum við þjónustufulltrúana ósáttu.Arna Schram,sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, á sæti í stjórn Hörpu.mynd/reykjavíkurborg„Á fundinum var einnig farið yfir staðreyndir er varða laun forstjóra Hörpu líkt og yfirlýsing stjórnar hefur rakið, þar sem fram kemur að þvert á fréttaflutning í síðustu viku voru laun forstjóra ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hann á sig tímabundna launalækkun til 1. júlí. Ástæður þessa eru að fyrsti úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu barst eftir að gengið hafði verið frá ráðningu og gilti sá úrskurður þar til að breytt ákvæði laga um kjararáð tóku gildi. Laun forstjóra Hörpu lækkuðu því á síðasta ári frá þeim forsendum sem lágu til grundvallar ráðningunni,“ segir í yfirlýsingunni.Þjónustufulltrúarnir kvaddir Þar er sagt að Harpa sé gefandi og góður vinnustaður sem telur sig greiða samkeppnishæf laun. „Það er mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem starfað hefur í Hörpu sem þjónustufulltrúar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga samleið með fyrirtækinu áfram, en 17 uppsagnir hafa borist. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og munu aðilar fara í framhaldinu yfir næstu skref. Framkvæmdastjórn Hörpu virðir að sjálfsögðu þessa ákvörðun þeirra þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum og óskar þeim velfarnaðar.Ellen Kristjánsdóttir hefur sagst ekki munu stíga fæti á svið í Hörpu fyrr en laun þjónustufulltrúa hafa verið leiðrétt. Miðað við yfirlýsingu Hörpu er ekki útlit fyrir frekari tónleika hjá Ellen í húsinu á næstunni.Vísir/HariVísir ræddi við einn þjónustufulltrúanna í morgun og þá var niðurstöðu fundarins beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nú liggur fyrir að ekki verður komið til móts við þá en viðmælandi Vísis vissi ekki hvort þeir sem sagt hafa upp yrði vikið frá störfum umsvifalaust eða hvort þeir þyrftu að vinna uppsagnafrestinn. Samkvæmt yfirlýsingunni verður sá háttur hafður á. Fyrir liggur að þjónustufulltrúarnir njóta verulegs stuðnings og þannig hefur hin þekkta og vinsæla tónlistarkonar Ellen Kristjánsdóttir lýst því yfir að hún ætli að sniðganga Hörpu meðan þessi staða er uppi. Yfirlýsingin í heild sinni er svohljóðandi:Yfirlýsing frá HörpuVegna yfirlýsingar frá þjónustufulltrúum Hörpu sem sögðu upp störfum í gær Þjónustufulltrúum Hörpu var boðið til fundar með forstjóra og fjármálastjóra, yfirmanni tæknisviðs og skipuleggjanda vakta þeirra í dagslok í gær og var tilefni fundarins umfjöllun fjölmiðla um óánægju þeirra vegna launamála. Fundurinn var yfirvegaður og hreinskiptinn. Farið var yfir allar staðreyndir varðandi laun forstjóra, ýmis mál er snerta störf þjónustufulltrúa rædd og hlustað á sjónarmið allra sem kusu að tjá sig. Rekstur Hörpu hefur verið þungur um árabil og á síðasta ári gerðu eigendur og stjórn skýra kröfu um að ráðist yrði í aðgerðir til að bæta reksturinn og draga úr tapi. Síðastliðið sumar hófst endurskoðun á öllum rekstrarþáttum Hörpu og mun sú vinna standa yfir næstu misserin. Aðgerðir til að bæta rekstur birtast með ýmsum hætti á mismunandi starfssviðum Hörpu. 117 einstaklingar eru á launaskrá hjá Hörpu. Allir starfsmenn félagsins, þjónustufulltrúar sem aðrir, hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar með breytingum á vinnufyrirkomulagi og kjörum en einnig með auknu vinnuframlagi þar sem ekki er ráðið í laus störf og mönnun á mörgum sviðum minnkuð þar sem sem því hefur verið við komið.17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum.vísir/egillHvað þjónustufulltrúa varðar þá var eldri samningum sagt upp sl. haust með fjögurra mánaða fyrirvara. Var haft fullt samráð við stéttarfélag og trúnaðarmann starfsmanna í þessum ferli. Þjónustufulltrúum bauðst nýr samningur sem tók gildi um sl. áramót sem felur í sér 15% yfirborgun frá kjarasamningi og var þetta ein af fjölmörgum aðgerðum við að draga úr kostnaði við viðburðahald. Störf þjónustufulltrúa eru unnin í tímavinnu og tengjast nánast einvörðungu viðburðahaldi í húsinu. Langflestir sinna þessu sem hlutastarfi með námi og einkennist ráðningarsambandið af miklum sveigjanleika hvað varðar tíma og vinnu sem innt er af hendi. Þvert á það sem kemur fram í yfirlýsingu þjónustufulltrúa var því aldrei haldið fram við þá eða aðra starfsmenn Hörpu að sömu aðgerðum yrði beitt á öllum sviðum, enda eru allir kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækisins til skoðunar. Þær fjölmörgu aðgerðir sem ýmist hafa verið settar af stað eða eru í vinnslu og er ætlað að stuðla að hagræðingu í rekstri Hörpu, tengjast langt í frá aðeins hagræðingu í launakostnaði heldur einnig kostnaði við rekstur fasteignar, aukinni tekjuöflun og fleiru. Þessar aðgerðir voru þegar farnar að skila árangri á síðasta ári þegar rekstur Hörpu batnaði á milli ára í fyrsta sinn; þær eru enn í fullum gangi og í því efni er allt til endurskoðunar líkt og kom ítrekað fram á fundinum og eru það laun stjórnenda ekki undanskilin. Á fundinum var einnig farið yfir staðreyndir er varða laun forstjóra Hörpu líkt og yfirlýsing stjórnar hefur rakið, þar sem fram kemur að þvert á fréttaflutning í síðustu viku voru laun forstjóra ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hann á sig tímabundna launalækkun til 1. júlí. Ástæður þessa eru að fyrsti úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu barst eftir að gengið hafði verið frá ráðningu og gilti sá úrskurður þar til að breytt ákvæði laga um kjararáð tóku gildi. Laun forstjóra Hörpu lækkuðu því á síðasta ári frá þeim forsendum sem lágu til grundvallar ráðningunni. Harpa er gefandi og góður vinnustaður og telur sig greiða samkeppnishæf laun. Það er mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem starfað hefur í Hörpu sem þjónustufulltrúar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga samleið með fyrirtækinu áfram, en 17 uppsagnir hafa borist. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og munu aðilar fara í framhaldinu yfir næstu skref. Framkvæmdastjórn Hörpu virðir að sjálfsögðu þessa ákvörðun þeirra þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum og óskar þeim velfarnaðar.“ Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hefur fyrir hönd tónlistarhússins sent frá sér yfirlýsingu. En, hún, ásamt stjórn Hörpu og starfsmönnum, hafa fundað vegna uppsagna 17 þjónustufulltrúa. Á yfirlýsingunni er helst að skilja að ekki verði komið til móts við þá þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum vegna kjaraskerðingar, en þeir hafa vísað til þess að óásættanlegt sé að taka á sig launalækkun vegna launahækkunar forstjórans.Því hafnað að laun Svahildar hafi hækkað eins og komið hefur fram í fjölmiðlum Í stjórn Hörpu sitja: Þórður Sverrisson stjórnarformaður, Arna Schram meðstjórnandi, Árni Geir Pálsson meðstjórnandi, Aðalheiður Magnúsdóttir meðstjórnandi og Vilhjálmur Egilsson meðstjórnandi. Samkvæmt yfirlýsingunni hefur stjórnin tekið sér stöðu með Svanhildi í deilum við þjónustufulltrúana ósáttu.Arna Schram,sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, á sæti í stjórn Hörpu.mynd/reykjavíkurborg„Á fundinum var einnig farið yfir staðreyndir er varða laun forstjóra Hörpu líkt og yfirlýsing stjórnar hefur rakið, þar sem fram kemur að þvert á fréttaflutning í síðustu viku voru laun forstjóra ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hann á sig tímabundna launalækkun til 1. júlí. Ástæður þessa eru að fyrsti úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu barst eftir að gengið hafði verið frá ráðningu og gilti sá úrskurður þar til að breytt ákvæði laga um kjararáð tóku gildi. Laun forstjóra Hörpu lækkuðu því á síðasta ári frá þeim forsendum sem lágu til grundvallar ráðningunni,“ segir í yfirlýsingunni.Þjónustufulltrúarnir kvaddir Þar er sagt að Harpa sé gefandi og góður vinnustaður sem telur sig greiða samkeppnishæf laun. „Það er mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem starfað hefur í Hörpu sem þjónustufulltrúar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga samleið með fyrirtækinu áfram, en 17 uppsagnir hafa borist. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og munu aðilar fara í framhaldinu yfir næstu skref. Framkvæmdastjórn Hörpu virðir að sjálfsögðu þessa ákvörðun þeirra þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum og óskar þeim velfarnaðar.Ellen Kristjánsdóttir hefur sagst ekki munu stíga fæti á svið í Hörpu fyrr en laun þjónustufulltrúa hafa verið leiðrétt. Miðað við yfirlýsingu Hörpu er ekki útlit fyrir frekari tónleika hjá Ellen í húsinu á næstunni.Vísir/HariVísir ræddi við einn þjónustufulltrúanna í morgun og þá var niðurstöðu fundarins beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nú liggur fyrir að ekki verður komið til móts við þá en viðmælandi Vísis vissi ekki hvort þeir sem sagt hafa upp yrði vikið frá störfum umsvifalaust eða hvort þeir þyrftu að vinna uppsagnafrestinn. Samkvæmt yfirlýsingunni verður sá háttur hafður á. Fyrir liggur að þjónustufulltrúarnir njóta verulegs stuðnings og þannig hefur hin þekkta og vinsæla tónlistarkonar Ellen Kristjánsdóttir lýst því yfir að hún ætli að sniðganga Hörpu meðan þessi staða er uppi. Yfirlýsingin í heild sinni er svohljóðandi:Yfirlýsing frá HörpuVegna yfirlýsingar frá þjónustufulltrúum Hörpu sem sögðu upp störfum í gær Þjónustufulltrúum Hörpu var boðið til fundar með forstjóra og fjármálastjóra, yfirmanni tæknisviðs og skipuleggjanda vakta þeirra í dagslok í gær og var tilefni fundarins umfjöllun fjölmiðla um óánægju þeirra vegna launamála. Fundurinn var yfirvegaður og hreinskiptinn. Farið var yfir allar staðreyndir varðandi laun forstjóra, ýmis mál er snerta störf þjónustufulltrúa rædd og hlustað á sjónarmið allra sem kusu að tjá sig. Rekstur Hörpu hefur verið þungur um árabil og á síðasta ári gerðu eigendur og stjórn skýra kröfu um að ráðist yrði í aðgerðir til að bæta reksturinn og draga úr tapi. Síðastliðið sumar hófst endurskoðun á öllum rekstrarþáttum Hörpu og mun sú vinna standa yfir næstu misserin. Aðgerðir til að bæta rekstur birtast með ýmsum hætti á mismunandi starfssviðum Hörpu. 117 einstaklingar eru á launaskrá hjá Hörpu. Allir starfsmenn félagsins, þjónustufulltrúar sem aðrir, hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar með breytingum á vinnufyrirkomulagi og kjörum en einnig með auknu vinnuframlagi þar sem ekki er ráðið í laus störf og mönnun á mörgum sviðum minnkuð þar sem sem því hefur verið við komið.17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum.vísir/egillHvað þjónustufulltrúa varðar þá var eldri samningum sagt upp sl. haust með fjögurra mánaða fyrirvara. Var haft fullt samráð við stéttarfélag og trúnaðarmann starfsmanna í þessum ferli. Þjónustufulltrúum bauðst nýr samningur sem tók gildi um sl. áramót sem felur í sér 15% yfirborgun frá kjarasamningi og var þetta ein af fjölmörgum aðgerðum við að draga úr kostnaði við viðburðahald. Störf þjónustufulltrúa eru unnin í tímavinnu og tengjast nánast einvörðungu viðburðahaldi í húsinu. Langflestir sinna þessu sem hlutastarfi með námi og einkennist ráðningarsambandið af miklum sveigjanleika hvað varðar tíma og vinnu sem innt er af hendi. Þvert á það sem kemur fram í yfirlýsingu þjónustufulltrúa var því aldrei haldið fram við þá eða aðra starfsmenn Hörpu að sömu aðgerðum yrði beitt á öllum sviðum, enda eru allir kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækisins til skoðunar. Þær fjölmörgu aðgerðir sem ýmist hafa verið settar af stað eða eru í vinnslu og er ætlað að stuðla að hagræðingu í rekstri Hörpu, tengjast langt í frá aðeins hagræðingu í launakostnaði heldur einnig kostnaði við rekstur fasteignar, aukinni tekjuöflun og fleiru. Þessar aðgerðir voru þegar farnar að skila árangri á síðasta ári þegar rekstur Hörpu batnaði á milli ára í fyrsta sinn; þær eru enn í fullum gangi og í því efni er allt til endurskoðunar líkt og kom ítrekað fram á fundinum og eru það laun stjórnenda ekki undanskilin. Á fundinum var einnig farið yfir staðreyndir er varða laun forstjóra Hörpu líkt og yfirlýsing stjórnar hefur rakið, þar sem fram kemur að þvert á fréttaflutning í síðustu viku voru laun forstjóra ekki hækkuð um 20% eftir 2 mánuði í starfi heldur tók hann á sig tímabundna launalækkun til 1. júlí. Ástæður þessa eru að fyrsti úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu barst eftir að gengið hafði verið frá ráðningu og gilti sá úrskurður þar til að breytt ákvæði laga um kjararáð tóku gildi. Laun forstjóra Hörpu lækkuðu því á síðasta ári frá þeim forsendum sem lágu til grundvallar ráðningunni. Harpa er gefandi og góður vinnustaður og telur sig greiða samkeppnishæf laun. Það er mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem starfað hefur í Hörpu sem þjónustufulltrúar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga samleið með fyrirtækinu áfram, en 17 uppsagnir hafa borist. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og munu aðilar fara í framhaldinu yfir næstu skref. Framkvæmdastjórn Hörpu virðir að sjálfsögðu þessa ákvörðun þeirra þjónustufulltrúa sem sagt hafa upp störfum og óskar þeim velfarnaðar.“
Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16