

Kalda gjaldmiðlastríðið og Ísland
Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna.
Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka.
En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni.
Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum.
Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.
Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma
Skoðun

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar