ETA biðst afsökunar og leysist upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 08:44 Tilkynning frá ETA birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun. Vísir/Getty Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra. Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. Í tilkynningu sem hreyfingin sendi frá sér í morgun biðjast fulltrúar hennar afsökunar á öllum þeim kvölum sem ETA hefur valdið á síðustu áratugum. Hreyfingin vonast jafnframt til þess að aðstendur allra þeirra óbreyttu borgara sem látist hafa í aðgerðum ETA geti fyrirgefið þeim. Talið er að á þeim 40 árum sem ETA hefur verið starfandi í Baskahéröðum Spánar og Frakklands hafi hreyfingin dregið rúmlega 800 manns til dauða og sært þúsundir annarra. Stjórnmálaskýrendur áætla að ETA muni formlega lýsa því yfir í byrjun næsta mánaðar að hreyfingin sé hætt störfum. Spænsk stjórnvöld segja að þau hafi ráðið fullkomlega niðurlögum ETA og að hreyfingin hafi ekki náð að hrinda nokkru einasta hugðarefni sínu í varanlega framkvæmd. „Við erum meðvituð um að á þessum löngu ófriðartímum höfum við valdið miklum þjáningum, þar með talið tjóni sem engar skýringar eru á,“ segir í yfirlýsingunni sem birtist í tveimur baskneskum dagblöðum í morgun.„Við viljum votta þeim látnu virðingu okkar, öllum þeim sem særst hafa og öðrum fórnarlömbum aðgerða ETA. Við biðjumst innilegrar afsökunar.“ Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að ETA sé reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að sár Baskahéraðanna geti gróið. ETA hefur dregið mikið úr umfangi sínu á síðustu árum. Til að mynda tilkynnti hreyfingin að hún myndi ekki framkvæma fleiri árásir í september árið 2010 og lýsti yfir formlegu vopnahléi nokkrum mánuðum síðar. ETA afhenti svo frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði í apríl í fyrra.
Tengdar fréttir ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00 ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
ETA segjast hætt öllu vopnaskaki ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf. 21. október 2011 06:00
ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Skæruliðahreyfingin ETA hefur loksins afvopnast. 8. apríl 2017 20:18
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“