ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 20:18 Frá fögnuði Baska í Bayonne í dag. vísir/getty ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“