Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 10:01 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Vísir/Ernir Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15