Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 23:11 Sessions (t.v.) og Rosenstein (t.h.) hafa báðir mátt þola persónulega gagnrýni Trump undanfarna mánuði. Þó tilnefndi Trump þá báða til embætta sinna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45