Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 23:11 Sessions (t.v.) og Rosenstein (t.h.) hafa báðir mátt þola persónulega gagnrýni Trump undanfarna mánuði. Þó tilnefndi Trump þá báða til embætta sinna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45