Franskur maður fær þriðja andlitið Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 21:12 Laurent Lantieri, til vinstri, sérhæfir sig í húðágræðslum. Til hægri má sjá myndir af sjúklingnum og andlitunum þremur. Vísir / AFP Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá. Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Frakkinn Jérôme Hamon hefur undirgengist andlitságræðslu í annað skiptið á ævinni. Er hann þar með fyrsta manneskjan til að hafa undirgengist aðgerðina tvisvar sinnum. Hamon þjáist af alvarlegum arfgengum sjúkdómi sem veldur æxlisvexti í andliti. Hamon gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2010 en fyrir hana var hann orðinn hræðilega afmyndaður í andliti. Eftir aðgerðina þurfti hann svo að taka lyf sem komu í veg fyrir að líkaminn hafnaði andlitinu. Árið 2015 fékk hann kvef sem hann tók sýklalyf við. Lyfin höfðu þau leiðinlegu áhrif að þau lyf sem Hamon var að taka vegna ágræðslunnar misstu virkni sína og byrjaði líkaminn í kjölfarið að hafna ágræðslunni. Í nóvember á síðasta ári var ástandið orðið gífurlega slæmt. Drep var komið í húðina og þurfti að taka andlitið af Hamon. Hann þurfti í kjölfarið að búa á spítala andlitslaus uns hann gæti aftur gengist undir andlitságræðslu. Meðan að á biðinni stóð gat Hamon hvorki talað, heyrt né séð. Að lokum barst þó andlit sem hægt var að græða á Hamon en aðgerðin tókst vel. Sjúklingurinn er sjálfur hæstánægður með niðurstöðuna. „Ég er 43 ára og gjafinn var 22 ára svo að ég er orðinn 22 ára aftur,“ sagði Jérôme Hamon í viðtali við franska sjónvarpsstöð.BBC greinir frá.
Erlent Tengdar fréttir Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi. 2. desember 2005 20:45
Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. 15. apríl 2006 18:00