Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 22:00 Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. Vísir/Rakel Ósk Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26
Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42