Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:19 Reynt verður að hafa uppi á eigendum muna sem hægt var að bjarga úr geymslum á 2. og 3. hæð húsnæðisins við Miðhraun. VÍS Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent