Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. apríl 2018 09:50 Páll Ólafsson í bókinni Englar alheimsins eyddi talsverðum tíma í sjoppunni í Laugardalnum. Vísir/Anton Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær leigusamning um verslunarhúsnæði í Sunnutorgi. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70 þann 16. september í fyrra. Húsið hafði mikið látið á sjá síðustu ár en við val á starfsemi var miðað við að húsið myndi gæða hverfið meira lífi og fjölbreytni. Um er að ræða 57 fermetra verslunarhúsnæði byggt árið 1959 af Sigvalda Thordarson. Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Ragnar Kjartansson kemur til með að hanna staðinn.ReykjavíkurborgSkreyta húsið með textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins Hugmynd Helga S. Helgasonar, tónlistar- og veitingamanns, varð hlutskörpust en þar er gert ráð fyrir að opna síðar á árinu veitinga- og kaffihús. Húsið verður lagfært og upprunalegt útlit verndað. Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. Meðal hugmynda eru að skreyta húsið að innan með gömlum ljósmyndum og teikningum af byggingum Sigvalda í hverfinu og textabrotum um Sunnutorg í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson en Páll Ólafsson, aðalsögupersóna bókarinnar, eyddi talsverðum tíma í sjoppunni. Ragnar hyggst skapa einhvers konar tímavél til uppruna Sunnutorgs.Sviðinu er ætlað að gæða hverfið lífi borgarbúum að kostnaðarlausu.ReykjavíkurborgSetja svið á torgið fyrir menningartengda viðburði Veitingahúsið verður menningarhús sem býður upp á upplifun fyrir alla. Hugmyndin er að húsið tengist torginu sjálfu með því að setja þar lítið svið fyrir tónlist og aðra menningartengda viðburði yfir sumartímann. Þá verður boðið upp á öðruvísi matseðil með jamaískt þema. Til að mynda er stefnt að því að bjóða upp á grillaðan Jamaica kjúkling, afrískan kjúkling, jamaískt hátíðar brauð og suðræn kryddhrísgrjón.Húsið er eitt helsta kennileiti hverfisins.Reykjavíkurborg
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira