Gunnar Nelson um meiðslin: „Þetta er alveg ömurlegt" Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2018 17:15 Gunnar mun ekki berjast í London. vísir/afp Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira