Gunnar Nelson um meiðslin: „Þetta er alveg ömurlegt" Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2018 17:15 Gunnar mun ekki berjast í London. vísir/afp Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira