VG getur ekki mannað framboð á Skaganum Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vesturlandi. Samgöngur til og frá bænum munu taka stakkaskiptum þegar Hvalfjarðargöngin verða gerð gjaldfrjáls. Fréttablaðið/GVA Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum á Akranesi. Hins vegar ákvað flokkurinn, undir forystu Ólafs Adolfssonar, að taka með Bjarta framtíð við myndun meirihluhta. Voru því Framsókn og frjálsir auk Samfylkingar ein í minnihluta á kjörtímabilinu. Ljóst þykir að Björt framtíð ætlar sér ekki að bjóða fram í komandi kosningum og Vinstri græn, sem buðu fram í síðustu kosningum, bjóði ekki fram að þessu sinni. Allir flokkarnir þrír sem boðað hafa framboð eru með nýja oddvita með mismikla reynslu úr pólitíska starfi. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013 en ákvað að segja skilið við landsmálin í fyrra. Rakel Óskarsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur ár og leiðir nú listann og Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingar, leiðir listann í fyrsta skipti en hann hefur jafnframt verið bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu. Ólga í atvinnumálum á Skaganum hefur einkennt bæjarumræðuna síðustu árin eftir að HB Grandi ákvað að færa alla sína starfsemi frá Akranesi yfir til Reykjavíkur. Bæjarfélagið reyndi að fá fyrirtækið til að skipta um skoðun og bauð gull og græna skóga í viðræðum við félagið. En allt kom fyrir ekki og HB Grandi mun flytjast yfir flóann að fullu. Gengið vel á tímabilinu Rakel Óskarsdóttir segir kjörtímabilið sem nú er á enda og samstarfið við Bjarta framtíð hafa verið með eindæmum gott. Uppgangur sé í sveitarfélaginu á sama tíma og skuldir þess lækki. „Það verður leitt að sjá á eftir Bjartri framtíð. Samvinnan hefur verið góð á kjörtímaiblinu og við höfum unnið þar með góðu fólki„ segir Rake. „Við stefnum á að halda meirihlutanum í bæjarstjórn Akraness og leggjum störf okkar glöð í dóm kjósenda. Þetta hefur verið átakalaust kjörtímabil þar sem engir stórir slagir hafa verið teknir inni í bæjarstjórn og samtal meiri- og minnihluta hefur verið gott.“ Að mati Rakelar verða atvinnumál og húsnæðismál í forgrunni í sveitarstjórnarkosningunum. „Einnig hefur fjárhagur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Það var ekki mikill afgangur þegar við tókum við. Nú er aftur á móti að myndast svigrúm til að gera eitthvað spennandi og ætlum við að byggja upp fimleikahús og frístundamiðstöð við golfvöllinn á næsta kjörtímabili. Einnig þurfum við að skipuleggja íbúðabyggð og auka framboð á húsnæði. Akranes er í sókn,“ segir Rakel. Verðum að forgangsraða Valgarður Lyngdal segir Samfylkinguna ætla að bæta við sig manni frá því sem nú er. Samfylkingin tapaði tveimur mönnum í kosningunum 2014 og vill efla stöðu sína aftur. Hann segir mikilvægt að forgangsraða í þágu grunnþjónustu bæjarins. „Stóra kosningamálið er auðvitað það að núna á næstu árum munum við uppskera af þeirri stefnu sem var tekin í kjölfar hrunsins, að allt var skorið niður við nögl, og öll áhersla lögð á að greiða niður skuldir bæjarins. Núverandi meirihluti hélt áfram þeirri stefnu sem okkar meirihluti mótaði þar á undan, að lækka skuldir og fara sparlega með fé og verja grunnþjónustu bæjarins,“ segir Valgarður „Við viljum forgangsraða til þeirra sem þurftu að taka á sig byrðarnar á þessum þröngu árum sem undangengin eru. við viljum byggja upp í þágu fjölskyldna og barna í bænum. Við þurfum að leggja aukið fé í skólana okkar og í grunnþjónustuna við börn í bænum,“ bætir Valgarður við. Samfélagslegt verkefni Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, segir bæjarmálapólitíkina á Akranesi vera ákveðna samfélagsvinnu þar sem allir eru sammála um markmiðin en útfærslan sé eitthvað sem hægt sé að vera ósammála um. „Það er gott fólk í öllum flokkum og við viljum öll gera vel fyrir okkar sveitarfélag. Ég finn það að miklu jákvæðari andi ríkir í þessu en á þingi þar sem menn skiptast í fylkingar,“ segir Elsa Lára. „Sveitarstjórnarkosningarnar munu snúast um nærþjónustuna okkar fyrir börn og fyrir aldraða í bland við atvinnumál sem skipa alltaf stóran sess hér. Það hefur gengið ágætlega á Skaganum og við erum með frábær fyrirtæki hér sem við þurfum að hlúa að. Einnig skipta samgöngur okkur máli þar sem fjórðungur íbúa sækir vinnu í höfuðborgina á hverjum morgni.“ Kosningar 2018 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum á Akranesi. Hins vegar ákvað flokkurinn, undir forystu Ólafs Adolfssonar, að taka með Bjarta framtíð við myndun meirihluhta. Voru því Framsókn og frjálsir auk Samfylkingar ein í minnihluta á kjörtímabilinu. Ljóst þykir að Björt framtíð ætlar sér ekki að bjóða fram í komandi kosningum og Vinstri græn, sem buðu fram í síðustu kosningum, bjóði ekki fram að þessu sinni. Allir flokkarnir þrír sem boðað hafa framboð eru með nýja oddvita með mismikla reynslu úr pólitíska starfi. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013 en ákvað að segja skilið við landsmálin í fyrra. Rakel Óskarsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur ár og leiðir nú listann og Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingar, leiðir listann í fyrsta skipti en hann hefur jafnframt verið bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu. Ólga í atvinnumálum á Skaganum hefur einkennt bæjarumræðuna síðustu árin eftir að HB Grandi ákvað að færa alla sína starfsemi frá Akranesi yfir til Reykjavíkur. Bæjarfélagið reyndi að fá fyrirtækið til að skipta um skoðun og bauð gull og græna skóga í viðræðum við félagið. En allt kom fyrir ekki og HB Grandi mun flytjast yfir flóann að fullu. Gengið vel á tímabilinu Rakel Óskarsdóttir segir kjörtímabilið sem nú er á enda og samstarfið við Bjarta framtíð hafa verið með eindæmum gott. Uppgangur sé í sveitarfélaginu á sama tíma og skuldir þess lækki. „Það verður leitt að sjá á eftir Bjartri framtíð. Samvinnan hefur verið góð á kjörtímaiblinu og við höfum unnið þar með góðu fólki„ segir Rake. „Við stefnum á að halda meirihlutanum í bæjarstjórn Akraness og leggjum störf okkar glöð í dóm kjósenda. Þetta hefur verið átakalaust kjörtímabil þar sem engir stórir slagir hafa verið teknir inni í bæjarstjórn og samtal meiri- og minnihluta hefur verið gott.“ Að mati Rakelar verða atvinnumál og húsnæðismál í forgrunni í sveitarstjórnarkosningunum. „Einnig hefur fjárhagur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Það var ekki mikill afgangur þegar við tókum við. Nú er aftur á móti að myndast svigrúm til að gera eitthvað spennandi og ætlum við að byggja upp fimleikahús og frístundamiðstöð við golfvöllinn á næsta kjörtímabili. Einnig þurfum við að skipuleggja íbúðabyggð og auka framboð á húsnæði. Akranes er í sókn,“ segir Rakel. Verðum að forgangsraða Valgarður Lyngdal segir Samfylkinguna ætla að bæta við sig manni frá því sem nú er. Samfylkingin tapaði tveimur mönnum í kosningunum 2014 og vill efla stöðu sína aftur. Hann segir mikilvægt að forgangsraða í þágu grunnþjónustu bæjarins. „Stóra kosningamálið er auðvitað það að núna á næstu árum munum við uppskera af þeirri stefnu sem var tekin í kjölfar hrunsins, að allt var skorið niður við nögl, og öll áhersla lögð á að greiða niður skuldir bæjarins. Núverandi meirihluti hélt áfram þeirri stefnu sem okkar meirihluti mótaði þar á undan, að lækka skuldir og fara sparlega með fé og verja grunnþjónustu bæjarins,“ segir Valgarður „Við viljum forgangsraða til þeirra sem þurftu að taka á sig byrðarnar á þessum þröngu árum sem undangengin eru. við viljum byggja upp í þágu fjölskyldna og barna í bænum. Við þurfum að leggja aukið fé í skólana okkar og í grunnþjónustuna við börn í bænum,“ bætir Valgarður við. Samfélagslegt verkefni Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, segir bæjarmálapólitíkina á Akranesi vera ákveðna samfélagsvinnu þar sem allir eru sammála um markmiðin en útfærslan sé eitthvað sem hægt sé að vera ósammála um. „Það er gott fólk í öllum flokkum og við viljum öll gera vel fyrir okkar sveitarfélag. Ég finn það að miklu jákvæðari andi ríkir í þessu en á þingi þar sem menn skiptast í fylkingar,“ segir Elsa Lára. „Sveitarstjórnarkosningarnar munu snúast um nærþjónustuna okkar fyrir börn og fyrir aldraða í bland við atvinnumál sem skipa alltaf stóran sess hér. Það hefur gengið ágætlega á Skaganum og við erum með frábær fyrirtæki hér sem við þurfum að hlúa að. Einnig skipta samgöngur okkur máli þar sem fjórðungur íbúa sækir vinnu í höfuðborgina á hverjum morgni.“
Kosningar 2018 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira