Segir aukin útgjöld í samgöngumál löngu tímabær Sylvía Hall skrifar 28. apríl 2018 16:43 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum. Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum.
Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Sjá meira