Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 19:58 Kim Jong-un og Moon Jae-in. Vísir/AFP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03
Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18