Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 19:58 Kim Jong-un og Moon Jae-in. Vísir/AFP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03
Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18