Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 19:58 Kim Jong-un og Moon Jae-in. Vísir/AFP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03
Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent