Íslendingur stefnir á að klára lengstu þríþraut í heimi Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 22:47 Jón Eggert Guðmundsson vinnur að því að klára heimsins lengstu þríþraut og komast í heimsmetabók Guiness. Vísir/Hanna Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu. Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu.
Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45