Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:29 Trump hellti úr skálum reiði sinnar um rassíurnar á fundi með herforingjum í gær. Þá hafði enn ekki verið greint frá þeim opinberlega. Vísir/AFP Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Húsleitir bandarísku alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni Donalds Trump í gærmorgun voru „árás á landið okkar í raunverulegum skilningi“ að mati forsetans. Trump sagði fréttamönnum að hann þyrfti að sjá til hvort að hann léti reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. FBI gerði rassíu á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump til margra ára, í gærmorgun. Svo virðist sem að leitirnar tengist 130.000 dollara greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem hefur sagst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Það var embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að aðgerðinni en talið er að hún hafi byggst á upplýsingum sem Mueller hafi fundið og komið áfram.Washingon Post segir að verið sé að rannsaka Cohen fyrir möguleg bankasvik, brot á kosningalögum og önnur fjársvik.Margir sagt honum að reka Mueller Trump brást ókvæða við rassíunum þegar fréttamenn spurðu hann út í þær í gær. Kallaði hann þær „skammarlega“ og lýsti þeim ranglega þannig að FBI hefði „brotist inn“ til Cohen. Endurtók hann möntru sína um „nornaveiðar“ gegn sér. „Við sjáum til hvað kann að gerast. Margir hafa sagt: „Þú ættir að reka hann“,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvers vegna hann ræki ekki Mueller. Sakaði hann starfslið Mueller jafnframt um að vera hlutdrægt gegn sér. Forsetinn lét ekki staðar numið þar og réðst að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum. Trump hefur verið honum bálreiður allt frá því að Sessions sagði sig frá öllum málum sem vörðuðu Rússarannsóknina svonefndu í fyrra. Eins gagnrýndi hann Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. „Þetta er árás á landið okkar í raunverulegum skilningi, þetta er árás á það sem við stöndum öll fyrir,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48