FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 17:00 Cohen hefur verið lögmaður Trump um árabil. Hann hefur verið lýst sem reddara fyrir auðkýfinginn. Vísir/AFP Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22