Götóttur þjóðarsjóður Konráð S. Guðjónsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun