Liverpool liðið skoraði tvö mörk á Ethiad leikvanginum í gærkvöldi og þar með fimm mörk samanlagt í tveimur leikjum á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Með þessum tveimur mörkum í gærkvöldi þá slá Liverpool liðið enska metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni.
33 - Liverpool's haul of 33 goals is the most by an English team in a single Champions League season. Juggernaut.
— OptaJoe (@OptaJoe) April 10, 2018
Manchester United fór í átta liða úrslitin það tímabil en datt út á móti Real Madrid þrátt fyrir að vinna seinni leikinn 4-3 og skora fimm mörk samanlagt í leikjunum tveimur.
Manchester United skoraði sextán mörk í riðlakeppninni 2002-03, ellefu mörk í milliriðlinum og svo fimm mörk í átta liða úrslitunum. Markahæsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni þetta tímabil var Ruud van Nistelrooy með tólf mörk.
Mörk Liverpool í gær skoruðu þeir Mohamed Salah og Roberto Firmino en þeir voru báðir að skora sitt áttunda mark í Meistaradeildinni í vetur sem er nýtt félagsmet hjá Liverpool.
MCI 1-2 LIV (77 ') - Never a Liverpool player had scored 8 goals in the same edition of the Champions League. Well, Firmino and Salah have done it this season. And Mané is one goal away from joining the group. Be careful with this team for semis.
— MisterChip (English) (@MisterChiping) April 10, 2018
Most goals in a single Champions League campaign for Liverpool:
Mohamed Salah (8)
Roberto Firmino (8)
Dynamic duo. pic.twitter.com/hcNYy2gblX
— Squawka Football (@Squawka) April 10, 2018
Liverpool hefur síðan fylgt því eftir með því að skora 10 mörk í 4 leikjum í útsláttarkeppninni sem gera 2,5 mörk að meðaltali í leik.
Liverpool-liðið vann Porto 5-0 samanlagt í sextán liða úrslitunum og svo Manchester City 5-1 samanlagt í átta liða úrslitunum.