Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Svifryk hefur leikið Reykvíkinga grátt að undanförnu. VÍSIR/ERNIR Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00