Þess virði? Hörður Ægisson skrifar 13. apríl 2018 10:00 Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlega fjármálakreppan, sem skall á fyrir nærri tíu árum, hratt í kjölfarið af stað einum mestu breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki evrópskra fjármálafyrirtækja. Allar eiga það einkum sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbindingar þess falli ekki á ríkissjóð – heldur hluthafa og kröfuhafa – ef í harðbakkann slær. Ísland hefur í þessum efnum ekki verið nein undantekning. Þar munar hvað mestu um að kröfur um eigið fé hafa verið hertar stórkostlega, frá því að þurfa að vera að lágmarki 8 prósent yfir í rúmlega 20 prósent í dag, þannig að bankarnir geti staðið af sér mögulega stór efnahagsáföll. Lítil sem engin umræða hefur hins vegar verið um þann kostnað sem sumar af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir fjármálaáfallið, með það opinbera markmið að leiðarljósi að auka öryggi bankakerfisins, hafa fyrir efnahagslífið. Íslendingar hafa þannig gengið þjóða hvað lengst í Evrópu við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum bankanna og auk þess beitt meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf þeirra. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um tvöfalt meira eigið fé heldur en þekkist almennt hjá evrópskum bönkum. Sú staðreynd skýtur nokkuð skökku við þegar litið er til lítillar áhættu um þessar mundir í þjóðarbúskapnum, hlutfall vanskilalána er með því lægsta meðal banka í Evrópu og skuldsetning fyrirtækja og heimila hefur ekki verið jafn lítil um langt árabil. En er það ekki aðeins af hinu góða að bankarnir búi við einar ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu? Svarið við því er ekki endilega einhlítt. Í nýlegri rannsókn starfsmanna Seðlabanka Svíþjóðar er bent á að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið sem felst í dýrari fjármögnun og skertu aðgengi að lánum. Það þurfi því hverju sinni að vega þann fórnarkostnað á móti þeim ávinningi sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði er lagt til í minnisblaði bankans að vogunarhlutfall þarlendra banka, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, sé á bilinu 5 til 12 prósent. Vogunarhlutfall íslensku bankanna er í dag um 17 prósent, sem er einsdæmi í Evrópu, en alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eins prósentustigs hækkun á því hlutfalli skili sér að jafnaði í sextán punktum hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Allt ber þetta að sama brunni. Á meðan það er iðulega vinsælt að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli fyrir háu vaxtastigi á Íslandi þá eru ástæðurnar hins vegar mun flóknari og margþættari. Raunveruleikinn er sá að þeirra er ekki síður að leita í heimatilbúnum aðgerðum stjórnvalda, eins og með uppbyggingu bankakerfisins. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum á fjármálakerfið eftir efnahagshrunið, einkum með hinum sérstaka bankaskatti, hafa skilað sér í því að við höfum búið til eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu með neikvæðum áhrifum á framleiðni í atvinnulífinu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Um það má stórlega efast. Hádegisverðurinn er nefnilega sjaldnast ókeypis. Reikningurinn er að lokum sendur til íslenskra heimila.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun