Stúdentaráð gerir titla sína ókynjaða Grétar Þór Sigurðsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs. Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira