Stúdentaráð gerir titla sína ókynjaða Grétar Þór Sigurðsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs. Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira