Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 12:15 Lóðirnar eru um það bil þar sem punktarnir eru staðsettir. Vísir Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. Sérstak matsnefnd verður sett á laggirnar til þess að leggja mat á umsóknir um lóðir á svæðunum. Um er að ræða lóðir eða svæði í Úlfarsárdal, Gufunesi, Bryggjuhverfi, Elliðarvogi/Ártúnshöfða, á Veðurstofureit, við Stýrimannaskólann og í Skerjafirði. Í upphafi árs efndi Reykjavíkurborg auglýsti borgin eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Tæplega 70 hugmyndir bárust en tillagan felur í sér að boðnar verði út sjö lóðir á áðurnefndum svæðum. Gerir borgin ráð fyrir góðri þáttöku þegar lóðirnar verða boðnar út en í greinargerð með tillögunni segir að stefnt sé að því að þær íbúðir sem byggðar verði á þessum lóðum verði „varanlega á hagstæðum kjörum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur eða aðra hópa sem búa yfir litlu eiginfé til kaupa á fasteign“. Á einnig að tryggja að val á kaupendum eða leigjendum verði með gagnsæjum hætti en í tillögunni segir að reikna megi með að margir bjóðendur verði um hverja íbúð. Þrír fulltrúar borgarinnar og óháður fulltrúi munu fara yfir umsóknir á lóðum og leggja mat á þær samkvæmt sérstöku matsblaði. Horft verður til ýmissa þátta við úthlutun lóðanna en ef „ hugmynd og útfærsla sem boðin er þykir skara fram úr, er einstök á einhvern hátt eða fær langflest stig verður samið við viðkomandi bjóðanda um þá lóð.“ Skipulag Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. Sérstak matsnefnd verður sett á laggirnar til þess að leggja mat á umsóknir um lóðir á svæðunum. Um er að ræða lóðir eða svæði í Úlfarsárdal, Gufunesi, Bryggjuhverfi, Elliðarvogi/Ártúnshöfða, á Veðurstofureit, við Stýrimannaskólann og í Skerjafirði. Í upphafi árs efndi Reykjavíkurborg auglýsti borgin eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Tæplega 70 hugmyndir bárust en tillagan felur í sér að boðnar verði út sjö lóðir á áðurnefndum svæðum. Gerir borgin ráð fyrir góðri þáttöku þegar lóðirnar verða boðnar út en í greinargerð með tillögunni segir að stefnt sé að því að þær íbúðir sem byggðar verði á þessum lóðum verði „varanlega á hagstæðum kjörum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur eða aðra hópa sem búa yfir litlu eiginfé til kaupa á fasteign“. Á einnig að tryggja að val á kaupendum eða leigjendum verði með gagnsæjum hætti en í tillögunni segir að reikna megi með að margir bjóðendur verði um hverja íbúð. Þrír fulltrúar borgarinnar og óháður fulltrúi munu fara yfir umsóknir á lóðum og leggja mat á þær samkvæmt sérstöku matsblaði. Horft verður til ýmissa þátta við úthlutun lóðanna en ef „ hugmynd og útfærsla sem boðin er þykir skara fram úr, er einstök á einhvern hátt eða fær langflest stig verður samið við viðkomandi bjóðanda um þá lóð.“
Skipulag Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent