Óþolandi að þurfa að búast við „holskeflu af ofbeldishótunum“ í starfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 13:30 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels