„Aldrei fallið verk úr hendi" Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 17:58 Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira